Djöfullegt að verða sjóveikur á línunni

Nú er Grindvíkingur maður vikunnar. Hann er söluhönnuður hjá Skaginn 3X, en byrjaði að vinna í saltfiski hjá Stakkavík um 14 ára aldur. Humarsúpan hennar mömmu er efst á listanum yfir uppáhalds matinn hjá honum.

Nafn:

Böðvar Már Styrmisson.

Hvaðan ertu?

Grindavík.

Fjölskylduhagir?

Er í sambúð með Klöru Teitsdóttur og á með henni 1árs gamlan strák.

Hvar starfar þú núna?

Vinn í dag sem söluhönnuður hjá Skaginn3X.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Það var sumarvinna í saltfiski hjá Stakkavík í Grindavík, hef verið ca 14 ára.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn. Hlutirnir gerast hratt og maður þarf að vera á tánum.

En það erfiðasta?

Hlutirnir eru mis erfiðir, en það var djöfullegt að verða sjóveikur á línunni.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það kom ýmislegt upp á þegar ég var að vinna á Fiskmarkaði Suðurnesja í Grindavík, man t.d. eftir að það landaði hjá okkur bátur eftir ca 5-7 daga á veiðum. Krapavélin bilaði hjá þeim á fyrsta degi en af einhverjum ástæðum var ekki gert neitt í því. Ástandið á fisknum og lyktin eftir því.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er erfitt að nefna einhvern einn, en karlarnir á Fiskmarkaðinum í Grindavík koma fyrst upp í hugann.
Hver eru áhugamál þín?

Skip, körfubolti, eyða tíma með fjölskyldunni

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Fiskur er í miklu uppáhaldi. Ætli humarsúpan hennar mömmu tróni ekki á toppnum samt.

Hvert færir þú í draumfríið?

Væri helvíti gaman að koma til Kúbu einn daginn.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Litun á laxholdi með náttúrulegum Litarefnum

Lokið er AVS verkefninu „Litun á Laxholdi með náttúrulegum Litarefnum“ og hefur lokaskýrsla verkefnisins nú verið gefin út. ...

thumbnail
hover

Gott úthald rannsóknaskipanna

Þrátt fyrir mjög krefjandi ytri aðstæður vegna Covid faraldursins hafa rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar komist í alla rannsókna...

thumbnail
hover

Samstaðan er okkar sterkasta vopn

Þorlákur Halldórsson, fráfarandi formaður Landssambands smábátaeigenda brýnir félaga sína til samstöðu gegn frumvörpum sjávar...