-->

Djöfullegt að verða sjóveikur á línunni

Nú er Grindvíkingur maður vikunnar. Hann er söluhönnuður hjá Skaginn 3X, en byrjaði að vinna í saltfiski hjá Stakkavík um 14 ára aldur. Humarsúpan hennar mömmu er efst á listanum yfir uppáhalds matinn hjá honum.

Nafn:

Böðvar Már Styrmisson.

Hvaðan ertu?

Grindavík.

Fjölskylduhagir?

Er í sambúð með Klöru Teitsdóttur og á með henni 1árs gamlan strák.

Hvar starfar þú núna?

Vinn í dag sem söluhönnuður hjá Skaginn3X.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Það var sumarvinna í saltfiski hjá Stakkavík í Grindavík, hef verið ca 14 ára.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn. Hlutirnir gerast hratt og maður þarf að vera á tánum.

En það erfiðasta?

Hlutirnir eru mis erfiðir, en það var djöfullegt að verða sjóveikur á línunni.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það kom ýmislegt upp á þegar ég var að vinna á Fiskmarkaði Suðurnesja í Grindavík, man t.d. eftir að það landaði hjá okkur bátur eftir ca 5-7 daga á veiðum. Krapavélin bilaði hjá þeim á fyrsta degi en af einhverjum ástæðum var ekki gert neitt í því. Ástandið á fisknum og lyktin eftir því.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er erfitt að nefna einhvern einn, en karlarnir á Fiskmarkaðinum í Grindavík koma fyrst upp í hugann.
Hver eru áhugamál þín?

Skip, körfubolti, eyða tíma með fjölskyldunni

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Fiskur er í miklu uppáhaldi. Ætli humarsúpan hennar mömmu tróni ekki á toppnum samt.

Hvert færir þú í draumfríið?

Væri helvíti gaman að koma til Kúbu einn daginn.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Síldarvinnslan framúrskarandi enn og aftur

Creditinfo hefur nú tilkynnt hvaða fyrirtæki á Íslandi töldust framúrskarandi á rekstrarárinu 2019 samkvæmt þeim viðmiðum sem s...

thumbnail
hover

Vonar að lærdómur verði dreginn af...

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júl...

thumbnail
hover

Rólegt á kolmunnanum

Venus NS og Víkingur AK voru í lok síðustu viku á Vopnafirði með um 2.100 tonn af kolmunna. Þetta er afrakstur fyrstu veiðiferðar ...