-->

Eimskip fær nýjan slökkvibúnað fyrir gáma

Eimskip hefur fengið afhentan nýjan slökkvibúnað sem ætlað er til að slökkva elda í gámum. Karl Guðmundsson skipstjóri á Brúarfossi tók við búnaðinum fyrir hönd Eimskips frá Einari Gylfa Haraldssyni framkvæmdastjóra Viking-Life á Íslandi.

Búnaðurinn nefnist Hydro-Pen vinnur þannig að hann er tengdur brunaslöngu skipsins og hengdur utan á gáminn ef grunur er um eld. Þrýstingi er hleypt á tækið sem þá borar sig í gegnum síðu gámsins. Inndæling slökkvimiðils hefst svo um leið og borinn nær í gegn.

„Eimskip leggur metnað sinn í að vera fremst í flokki er kemur að öryggismálum og mun Hydro-Pen auka öryggi áhafna og skipa félagsins. Áhafnir skipanna munu nú í framhaldi hljóta þjálfun í notkun búnaðarins þar sem skjót viðbrögð geta skipt sköpum við baráttu við eld í gámum,“ segir í frétt frá félaginu.

Nánari upplýsingar um slökkvibúnaðinn má finna hér.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja láta rannsaka hvort útgerðin svíki...

Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að f...

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn kominn með nema eftir árs...

Gró Sjávarútvegsskóli sem starfar undir hatti UNESCO hefur fengið nema að nýju eftir árs hlé vegna Covid19. Þetta er stærsti hóp...

thumbnail
hover

Mikið um þörungablóma fyrir austan

Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó ...