-->

Eitthvað allt annars eðlis

„Merki voru um breytta hegðun makríls í hafinu í fyrra en nú gerist eitthvað allt annars eðlis en við höfum upplifað áður,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, í samtali á heimasíðu VSV, um þá staðreynd að makrílfloti landsmanna er kominn í Smuguna (alþjóðlegt/opið hafsvæði austan við Svalbarða) en finnur þar lítið. Þar á meðal eru Ísleifur VE, Kap VE og Huginn VE.

„Venjulega höfum við veitt af kappi við við Eyjar í júlímánuði og fram undir Þjóðhátíð, fært okkur þá vestur eða austur um í ágúst en endað síðan norður í Smugu í september.

Núna finnst hins vegar enginn makríll við Eyjar. Á laugardaginn var, 25. júlí, lauk vinnslu hjá okkur á því sem síðast barst á land úr íslensku lögsögunni og skipin héldu þá í Smuguna. Þar hefur lítil veiði verið en þó smáskot í gær sem vonandi veit á skárri tíð. Ekkert er samt gefið í þeim efnum.“

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...

thumbnail
hover

Líf og fjör í Norðfjarðarhöfn

Það hefur svo sannarlega verið mikið um að vera í Norðfjarðarhöfn síðustu dagana. Veiðiskip koma og fara og flutningaskip koma o...