-->

Ekkert ár eins

Maður vikunnar að þessu sinni var á leið á Hampiðjutorgið að veiða grálúðu, þegar Auðlindin ræddi við hann. Það er eiginlega eini fiskurinn sem gengur vel að selja um þessar mundir, en lúðan fer til Asíu. Hann er frá Neskaupstað og byrjaði til sjós með Sveini Benediktssyni.

Nafn:

Bjarni Ólafur Hjálmarsson.

Hvaðan ertu:

Neskaupstað.

Fjölskylduhagir?

Giftur Stefaníu Freysteinsdóttur, á 4 börn og 2 barnabörn.

Hvar starfar þú núna?

Hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað sem skipstjóri á Blæng NK-125.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

1987 eða 1988.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Mikil fjölbreytni. Ekkert ár er eins.

En það erfiðasta?

Ætli það séu ekki mannskapsmál og allt í kring um þau.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Sennilega þegar við fórum í Barentshafið í fyrra og fengum rússneskan eftirlitsmann um borð hjá okkur sem átti að vera með okkur í 35. daga, en hann kunni bara rússnesku. Enga ensku. Ég var svo heppinn að stýrimaðurinn hjá mér kunni rússnesku svo að þetta bjargaðist.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég mundi segja Sveinn Benediktsson (fyrrverandi skipstjóri).  Ég byrjaði til sjós með honum og það var einstaklega gott að vera með honum. Lærði margt af honum.

Hver eru áhugamál þín?

Útivist, golf, og að ferðast.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Mundi segja rjúpur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Eitthvert til Asíu.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Landaði 927 tonnum af rækju

Rækjutogarinn Avataq, sem er í eigu Royal Greenland hefur enn eitt skiptið sett met í löndun í grænlenskri höfn. Hann landaði nýle...

thumbnail
hover

Úthafrækjuafli fari ekki yfir 5.136 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að afli fiskveiðiárið 2020/2021 verði ekki meiri en 5.136 tonn fy...

thumbnail
hover

Unga fólkið fræðist um sjávarútveg

Nú í sumar var í fyrsta skipti í Reykjavík boðið upp á fræðslu um sjávarútveg fyrir 15- 16 ára ungmenni fædd árið 2004. Þet...