Engin Covid-19 veira um borði í Hrafni Sveinbjarnarsyni

210
Deila:

Ekkert Covid-19 veirusmit fannst hjá áhöfn frystitogarans Hrafns Sveinbjarnarsonar. Skipið kom inn til Vestmannaeyja í gær vegna mikilla veikinda um borð og var ákveðið í samráði við sóttvarnalækni að skipið kæmi til hafnar og sýni yrðu tekin úr þeim, sem veikir voru.

Sýnin hafa nú verið greind og reyndist aðeins vera um skæðan flensufaraldur um borð að ræða að sögn Eiríks Óla Dagbjartssonar, útgerðarstjóra frystitogara hjá Þorbirni hf. Skipið mun því halda til veiða fljótlega á ný, en þeir fjórir úr áhöfninni sem veikastir voru, skildir eftir í landi. Skipið klárar svo túrinn á þriðjudag. Eiríkur segir að þetta sé gífurlegur léttir og fyrirtækið gerir allt sem í þess valdi stendur til að koma í veg fyrir smit af völdum veirunnar, Um 400 manns starfa hjá Þorbirni hf. í Grindavík á sjó og í landi.

 

Deila: