-->

Enn er síld unnin í Neskaupstað

Enn er íslensk sumargotssíld unnin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Í gær var verið að landa úr Barða NK sem kom daginn áður með rúmlega 900 tonn af miðunum vestur af landinu. Börkur NK var á landleið, einnig með rúmlega 900 tonn, og kom til hafnar í morgun. Vilhelm Þorsteinsson EA var í gær að koma á síldarmiðin eftir að hafa landað 1.300 tonnum eystra.

Heimasíðan sló á þráðinn til Hjörvars Hjálmarssonar, skipstjóra á Berki í gær, en þá var skipið nýlega komið framhjá Vestmannaeyjum á austurleið. „Það var heldur erfitt að eiga við síldina núna. Það var ekki mikið af lóðningum og síldin var á litlum blettum. Þar að auki var ótíð, sannkallað skítaveður flesta daga. Hvað við gerum í framhaldinu er óvíst. Við erum klárir í að halda áfram á síldinni eða fara norður fyrir land og hyggja að loðnunni,“ segir Hjörvar.
Ljósmynd Smári Geirsson.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...