-->

Fá makrílkvóta til tilraunaveiða og -vinnslu

Sjávarútvegsráðuneyti Færeyja hefur úthlutað 2.815 tonnum af makríl til 10 aðila sem vinna að tilraunum til að bæta veiðar, aflameðferð og auka virði afurðanna. Alls sóttu 22 aðilar um veiðiheimildir upp á 13.500 tonn.

Strangar kröfur eru gerðar til þeirra sem úthlutun fá og þeim gert skila vandaðri verkáætlun þar sem lögð er áhersla á þróun, nýsköpun og virðisaukningu. Skila verður skýrslu um tilraunirnar eigi síðar en um áramót og falla ónýttar heimildir þá niður.

300 tonn koma til tilrauna á makrílveiði í  nót fyrir kröfuharða markaði í Austurlöndum fjær.

500 tonn koma til tveggja skipa og vinnslustöðva Klakksvík til að þróa fjölbreytta vinnslu á makríl til manneldis.

Einn bátur fær 50 tonna kvóta til að reyna veiðar á makríl á handfæri og snöggkæla hann í ískrapa í körum um borð og landa til vinnslu.

Ein útgerð í samvinnu við vinnslu í landi fær 200 til gera tilraunir með nýtt léttara troll, sem nýtist bæði við veiðar á makríl og síld.

Vinnsla í Klakksvík fær 265 tonn til að gera tilraunir með vinnslu á smærri fráflokkuðum makríl til manneldis og sömuleiðis að vinna vöru til manneldis úr fráflokkuðum makríl vegna útlitsgalla.

Eitt nótaskip fær 300 tonna kvóta til að gera tilraunir til veiða með stærra trolli en nú er notað, 2.400 metra í stað 1.856, en er þó ekki þyngra í drætti.

Þá fær eitt skip 350 tonn til að gera samanburðartilraunir með T90 poka og venjulegum poka.

Þá fær bátur sem stundar veiðar á brislingi 50 tonn til að kortleggja hversu mikill makríll er uppi við land og inni á fjörðum. Hvort mögulegt verður að veiða hann í nót og dæli upp í tankbíla og flytja til vinnslu í Leirvík.

Loks fær fiskiðjuver í Leirvík ásamt nokkrum nótaskipum 500 tonn til að þróa makrílvinnsluna. Þetta er framhald af fyrri tilraunum til frekari vinnslu á makríl og framleiða lausfryst íshúðuð flök til kaupenda, sem reykja fiskinn og selja áfram. Miðað er við að makrílnum verði landað í fremur smáum skömmtum svo vinnslan hafi undan.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...