Færeyingar á síld fyrir austan

123
Deila:

„Við höfum verið á síld austan við Ísland túrinn nú var góður, því við erum með 1.400 tonn. Við höfum ásamt fleiri skipum verið að bíða eftir því að síldin gangi út af íslenska landgrunninu og út fyrir 50 mílur. Þá getum við reynt við hana. Hún er nú um það bil mánuði seinna á ferðinni núna en í fyrra, en við vitum ekki hvers vegna,“ segir Andri Hansen, skipstjóri, á færeyska skipinu Finni Fríða. Það er færeyska sjómannatrúboðið, sem ræddi við hann í gærkvöldi.

Hann segir um þennan túr að mikil síldarganga hafi gengið til austurs á mikilli ferð og þeir hafi fylgt henni. Það hafi gefið góða veiði einn og hálfan dag, en svo hafi hún horfið. Nú bíði skipin eftir næstu göngu. „Síldin er góð en heldur smærri en undanfarin ár. Það er vegna þess að nýliðun er góð. Það er á vissan hátt gott að vera að veiða síldina svona seint, því þá er minni áta í henni og hún verður betra hráefni til vinnslu,“ segir Andri.
Í landi er mest síldinni heilfryst en eitthvað er einnig flakað. Skipið heldur á ný til veiða þegar löndun er lokið.

Deila: