Færeyingar endurnýja Gadus

179
Deila:

Færeyska sjávarútvegsfyrirtækið JFK hefur nú tilkynnt um samning um smíði á nýjum frystitogara í stað togarans Gadus. Nýja skipið mun bera 1.400 tonn af afurðum en um borð verður fiskimjölsverksmiðja auk hefðbundinnar bolfiskfrystingar.  Skip verður afhent eftir tvö ár og  verður fyrsta nýsmíði Færeyinga í 12 ár, en næsta nýsmíði þar á undan var Tróndur í Götu.  Nýja skipið mun kosta um 7,5 milljarða íslenskra króna og verður smíðað í Tyrklandi.

Síðasta nýsmíði JFK var togarinn Skálaberg sem smíðaður var í Noregi 2003. Var togarinn þá talinn einhvera fullkomnasti sinnar tegundar í heiminum. Hann var síðan seldur til Argentínu árið 2010. 2012 kom Skálabergið til Íslands, þegar þáverandi Brim keypti það, en seldi það síðan til Grænlands. Skipið er nú gert út frá Múrmansk af Rússum.

Þegar JFK seldi Skálabergið til Argentínu keypti félagið frystitogarann Gadus frá Noregi, en á svipuðum tíma seldi það Sundaberg til Rússlands. Þá keypti JFK togarann Haki frá Grænlandi, en það hafði átt hann áður. Hann fékk nafnið Sjúrðaberg og kom í stað Sundabergs.

 

Deila: