Fjölskyldufyrirtæki í laxinum

224
Deila:

Norska laxeldisfyrirtækið Måsöval sem keypt hefur meirihlutann í Fiskeldi Austfjarða er fjölskyldufyrirtæki frá Þrændalögum, nánar tilekið eyjunni Fröya. Sonurinn, og forstjórinn, Lars Måsöval er aðeins rúmlega fertugur að aldri og hefur unnið alla sína tíð í fiskeldi. Frá þessu er greint á austurfrett.is

Það var hinsvegar afi Lars sem stofnaði fyrirtækið og í dag þykir það meðlastórt á innlendan mælikvarða með framleiðslu upp á um 17.000 tonn af laxi árlega.

Måsöval fjárfesti fyrir um 2 milljarða kr. í Löxum fiskeldi árið 2017 og hefur síðan unnið við að byggja það upp. Á sama tíma flutti Lars með fjölskyldu sína til Íslands. Um var að ræða eiginkonuna Tone sem vann líka hjá Måsøval, þ.e. í sölu- og flutningadeild fyrirtækisins. Dóttirin Synne kom einnig með og var skráð í nám í Alþjóðaskólanum í Sjálandsskóla í Garðabæ.

Í viðtali við Lars í Fiskeldisblaðinu fyrir þremur árum síðan kom fram hjá honum að þá hafi fjölskyldunni oft verið hugsað til Íslands síðustu fimm til sex árin. Og loks látið slag standa þegar fjárfestingin í Löxum var í boði 2017.

Lars hljómar mjög metnaðarfullur en hann taldi í viðtalinu að hægt sé að koma upp 50 til 70 þúsund tonna laxeldi á Austfjörðum.

 

Deila: