Gitte Henning landar hjá Loðnuvinnslunni

109
Deila:

Færeyska uppsjávarskipið Gitte Henning kemur í kvöld til loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði með 2.700 tonn af kolmunna til bræðslu.  Skipið er byggt 2018 og er mjög vel útbúið. Útgerðin frá Götu í Færeyjum keypti skipið frá Danmörku í fyrra. Sama útgerð er einnig eigandi af Finni Friða, Þrándi í Götu og Tummas T.

Átta skip frá Færeyjum hafa landað á síðustu tveimur mánuðum á Fáskrúðsfirði tæpum 20.000 tonnum af kolmunna.  Með afla Hoffells hefur verksmiðja Loðnuvinnslunnar tekið á móti 33.000 tonnum.

 

Deila: