-->

Góður og stöðugur rekstur Brims á þriðja ársfjórðungi

„Afkoma fjórðungsins er góð og ég er ánægður með hversu stöðugur reksturinn er orðinn. Undanfarin misseri höfum við markvisst fjárfest í botnfisksaflaheimildum og nýrri tækni sem er að skila árangri í dag. Eins sjáum við að fjárfestingar í sölufélögunum styrkja viðskiptalíkanið okkar.
Loðnuvertíð er framundan og er þetta mesta magn loðnukvóta frá árinu 2003.  Við þessa aukningu í úthlutun fór Brim yfir hámarkshlutdeild í þorskígildum,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims umafkomuna á þriðja ársfjórðungi.

  • Rekstur ársfjórðungsins var stöðugur og sambærilegur við sama ársfjórung síðasta árs.  Salan nam 91,6 milljónum evra í samanburði við 80,7 milljónir evra á sama tíma 2020. 
  • EBITDA fjórðungsins lækkar lítillega milli tímabila eða um 0,8 milljónir evra.
  • Hagnaður fjórðungsins eykst milli ára og er 19,9 milljónir evra samanborið við 16,0 milljónir evra á þriðja fjórðungi ársins 2020. Grunnrekstur er í takt við sama tímabil 2020 en munurinn liggur í söluhagnaði skips.
  • Rekstur botnfisksviðs gekk vel á fjórðungnum, góð aflabrögð hafa verið í botnfiski og staða á mörkuðum góð. Á sama tíma var sóknin erfið á  makrílvertíðinni og einnig  hófust síldveiðar seinna en á árinu 2020.
  • Efnahagur félagsins er sterkur. Eignir eru um 772 milljónir evra og eiginfjárhlutfallið 47%.

Fylgiskjöl

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...