-->

Gott að losna við bakkaburðinn

Maður  vikunnar starfar í Sjávariðjunni á Rifi. Hún byrjaði í saltfiski í kringum 1970 og segir að það skemmtilegasta við að starfa við sjávarútveginn, séu allar framfarirnar á undanförnum árum, sérstaklega hafi verið gott að losna við allan bakkaburðinn.

Nafn:  Guðrún Jóna Reynisdóttir.

Hvaðan ertu?

Ég er frá Akranesi en alin upp í Breiðavíkurhrepp á Snæfellsnesi.

Fjölskylduhagir?

Gift og á 3 börn og á 6 barnabörn.

Hvar starfar þú núna?

Sjávariðjunni á Rifi.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Það var í kringum 1970 þá fór maður í saltfisk og var látin vaska og stafla í stæður og svo þurfti að rífa upp og  raða á bretti til þurrkunar.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Ætli það séu ekki framfarirnar fyrst og fremst sem halda manni í þessu enn, alltaf gaman að gera og græja nýjar áherslur sem hafa mikið breyst undanfarin ár.

En það erfiðasta?

Það er náttúrulega þessi bakkaburður sem var, en nú er hann svo til horfinn sem betur fer.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er svo margt skrýtið búið að ske í vinnunni að það yrði í heila bók ef ég myndi telja það upp 😉

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru margir hnífarnir í minni skúffu en nefnum bara hana Írisi Ósk, það getur enginn gleymt þeim karakter.

Hver eru áhugamál þín?

Mér finnst ótrúlega gaman og afslappandi að fara í góða útilegu með fullt af fólki.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Góð kjötsúpa og saltkjöt get ekki gert upp á milli.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ætli ég færi ekki í Karabíska.

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sjávarklasinn stofnar sjávarakademíu

Sjávarakademía Sjávarklasans var í dag sett á laggirnar í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. Í Sjávarakademíunni mun n...

thumbnail
hover

Það gefur á bátinn

„Útflutningur á sjávarafurðum hefur dregist verulega saman það sem af er ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Samdráttin...

thumbnail
hover

Venus í vélarupptekt

Vinna er hafin við reglubundna upptekt á aðalvél uppsjárveiðiskipsins Venusar NS og er verkið unnið í Reykjavík. Venus kom til Rey...