Gott úthald rannsóknaskipanna

Þrátt fyrir mjög krefjandi ytri aðstæður vegna Covid faraldursins hafa rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar komist í alla rannsóknaleiðangra ársins og ekki misst úr einn einasta túr. Áhafnir og rannsóknarmenn hafa gengist undir skimanir fyrir alla lengri leiðangra og hefur vel verið gætt að sóttvörnum um borð.

Bjarni Sæmundsson kom til hafnar í Hafnarfirði úr síðasta túr ársins nú í vikunni eftir stuttan humarleiðangur þar sem sótt voru hljóðdufl sem komið hafði verið fyrir til að hlusta eftir atferli humra í Faxaflóa.

Samanlagðir úthaldsdagar skipanna voru talsvert fleiri í ár en á síðasta ári eða alls 362 samanborið við 326 árið 2019. Rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni var haldið úti í 144 daga og Árna Friðrikssyni í 218 daga.

Árni Friðriksson kom í land 2. nóvember úr haustralli sem var síðasti leiðangur skipsins á þessu ári. Skipið liggur nú við bryggju í Hafnarfirði þar sem m.a. er unnið að fyrirbyggjandi viðhaldi á rafölum þess.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fizza

Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fó...

thumbnail
hover

Skrýtið að þjóna til altaris

Maður vikunnar nú er fæddur Gaflari en á báðar ættir að rekja norður. Hann býr á Eskifirði en vinnur á Seyðisfirði. Hann hefu...

thumbnail
hover

Vill allt að 50.000 tonna fiskeldi...

„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er engin spurning. Starfsemi fiskeld...