Grindadráp í Færeyjum

261
Deila:

Grindhvalavöðu varð vart við Morskranes í Færeyjum fyrr í dag. Voru hvalirnir reknir inn á Hvalvík og drepnir þar. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanna gekk drápið mjög vel og voru 80 hvalir drepnir.

Samkvæmt landsslögum í Færeyjum er hvölunum skipt milli þeirra sem taka þátt í því að reka grindhvalinn, þeirra sem sjá um drápið og íbúa í viðkomandi byggðarlagi. Hvalirnir eru þá skornir eftir með ákveðnum hætti og bitarnir lagðir á sérskorna hluta úr húð hvalsins og er þá talað um að hver aðili fái eitt eða fleiri „skinn“ eftir fjölda hvala og heimila í byggðarlaginu.

 

Deila: