-->

Hafsbotninn kortlagður

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt af stað í kortlagningu hafsbotnsins þann 23. júní og mun leiðangurinn standa til 1. júlí.
Áætlunin í þessum níu daga leiðangri er að kortleggja 17 þúsund ferkílómetra svæði út við mörk efnahagslögsögu Íslands.
Svæðið afmarkast af mælingum frá árinu 2018 í austur og Reykjaneshrygg í vestur. Hafsbotninn er á um 1.300 – 2.200 metra dýpi. Í einfaldasta máli ræðst lögun hans að miklu leyti af nálægð við rekbeltið þar sem ný skorpa myndast á hryggnum, kólnar og sekkur eftir því sem Evrasíuflekinn rekur í austur.
Þessi hluti af Reykjaneshryggnum var mældur í Charles Darwin leiðangrinum 1994 (grár fláki á mynd) með fjölgeislamæli af tegundinni EM12.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja láta rannsaka hvort útgerðin svíki...

Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að f...

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn kominn með nema eftir árs...

Gró Sjávarútvegsskóli sem starfar undir hatti UNESCO hefur fengið nema að nýju eftir árs hlé vegna Covid19. Þetta er stærsti hóp...

thumbnail
hover

Mikið um þörungablóma fyrir austan

Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó ...