Hafsbotninn kortlagður

299
Deila:

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt af stað í kortlagningu hafsbotnsins þann 23. júní og mun leiðangurinn standa til 1. júlí.
Áætlunin í þessum níu daga leiðangri er að kortleggja 17 þúsund ferkílómetra svæði út við mörk efnahagslögsögu Íslands.
Svæðið afmarkast af mælingum frá árinu 2018 í austur og Reykjaneshrygg í vestur. Hafsbotninn er á um 1.300 – 2.200 metra dýpi. Í einfaldasta máli ræðst lögun hans að miklu leyti af nálægð við rekbeltið þar sem ný skorpa myndast á hryggnum, kólnar og sekkur eftir því sem Evrasíuflekinn rekur í austur.
Þessi hluti af Reykjaneshryggnum var mældur í Charles Darwin leiðangrinum 1994 (grár fláki á mynd) með fjölgeislamæli af tegundinni EM12.

Deila: