Hagnaður þeirra 10 stærstu jókst um 52%

Heildarvelta tíu stærstu útgerða landsins nam 178 milljörðum króna árið 2019 og jókst um tæplega 22 milljarða milli ára eða fjórtán prósent. Samanlagður hagnaður félaganna jókst um ríflega 52% milli ára, úr 19 milljörðum króna í 29 milljarða. Afkoma allra tíu útgerðarfélaganna batnaði milli ára og skiluðu félögin öll hagnaði. Jákvæður viðsnúningur var á rekstri tveggja útgerða; Vísis hf. og Skinneyjar-Þinganess hf. samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins.

Litið er til þeirra tíu útgerða sem fengu úthlutað flestum þorskígildistonnum fyrir veiðiárið 2020-2021. Sérstakar úthlutanir, líkt og skel- og rækjubætur, eru ekki innifaldar í tölunum.

Samanlögð arðgreiðsla útgerðanna tíu dróst saman um 40% milli ára og nam tæpum 3,7 milljörðum króna á síðasta ári en um 6,2 milljörðum 2018. Þrjú útgerðarfélög greiddu ekki út arð árið 2019 samanborið við eitt félag árið áður. Á síðasta ári voru ársverk félaganna 3.770 og fækkaði um 4,4% milli ára.

Útgerðarfélögin Samherji og Brim, sem áður var HB Grandi, eru með yfirburðum stærst. Velta Samherja nam 50,5 milljörðum króna 2019 sem er tæplega 30% af heildarveltu útgerðanna tíu. Velta Brims og Samherja nam tæplega 88 milljörðum samanlagt árið 2019 sem er helmingur af heildarveltunni. Hagnaður félaganna tveggja var 47% af heildarhagnaðinum, eða tæplega 14 milljarðar króna, og greiddur arður var 68% af heildararðgreiðslum eða um 2,5 milljarðar.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsufnitzel

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ýtt úr vör átaki fyrir aukinni fiskneyslu meðal landsmanna. Stofnuð hefur verið  heimasí...

thumbnail
hover

Hafró hækkar ráðleggingu í loðnu í...

Í framhaldi af niðurstöðum mælinga sem nú er nýlokið leggur Hafrannsóknastofnun til að ráðlagður loðnuafli á vertíðinni 202...

thumbnail
hover

Þurfti að taka gervifót hásetans í...

Maður þessarar viku er frá Stöðvarfirði en vinnur sem tæknistjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Hann byrjaði á sjó á B...