Hollenskur risatogari með færeyskt troll

182
Deila:

Einn einn stóri hollenski togarinn hefur nú sótt troll frá Voninni til Færeyja. Um er að ræða Capto 2304 uppsjávartroll og er togarinn Willem van des Zwan, sem er með þeim stærri í veröldinni.

Trollið var upphaflega hannað til veiða á kolmunna, þar sem það hefur reynst afburða vel og er líklega mest notaðar trollið við veiðar á kolmunna. Trollið með sinn stóra belg hefur einnig reynst vel við veiðar á síld og trollið fyrir togarann er sér hannað til að nýtast vel. Bæði á veiðum á kolmunna og síld. Willem van der Zwan er vinnsluskip, sem er 142 metra langt og 18 metra breitt.

Deila: