-->

Hoppandi kátir

Drangey SK2 landar í Grundarfirði í byrjun vikunnar.  Heildarmagn afla um borð er um 154 tonn, uppistaða aflans er að mestu þorskur.

Rætt var við Andra Má Welding stýrimann á heimasíðu Fisk Seafood: „Við vorum þrjá sólarhringa á veiðum í þessari veiðiferð, en fyrir helgina millilönduðum við rúmum 100 tonnum eftir tvo sólarhringa á veiðum.  Við vorum á veiðum á Flugbrautinni og Eldeyjarbanka.  Veiðarnar hafa gengið vel og menn eru hoppandi kátir með fiskiríið þessar vikurnar.  Veðrið hefur einnig verið mjög gott“ segir Andri.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skiptast á að taka aflann um...

Makrílvertíðin sem hófst hjá Síldarvinnslunni um síðustu mánaðamót hefur farið hægt af stað. Skipin hafa helst verið að vei...

thumbnail
hover

Sólberg með um 2.500 tonn af...

Frystitogarinn Sólberg ÓF hefur nú sótt ríflega 2.500 tonn af þorski auk meðafla í öðrum tegundum í Barentshafið. Það hefur þ...

thumbnail
hover

Nýsmíði ekki útilokuð

Vísir hf. í Grindavík hefur tekið Bylgju VE á leigu og lagt Kristínu GK. Að sögn Péturs Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra fy...