-->

Hörpudiskur með kapers og sítrónuberki

Hörpudiskur er yndislegur matur, sérstaklega bragðgóður og í raun og veru bestur, þegar hann er sem minnst eldaður og kryddaður svo hið náttúrulega bragð njóti sín. Þessi einfalda og góða uppskrift gæti hvort sem er verið forréttur eða aðalréttur, eftir magninu.  Gott er að notast við risahörpuskel, sem fæst víða innflutt, en íslenski hörpudiskurinn er minni, en reyndar afskaplega bragðgóður.

Innihald:

  • 90g ósaltað smjör
  • 2 msk. extra virgin ólífuolía
  • 12 hörpudiskbitar
  • ¾ bolli þurrt hvítvín
  • 2 msk kapers, þurrkað
  • 2 tsk. rifinn sítrónubörkur

Skerið smjörið í bita og setjið á pönnu yfir meðal hita. Látið smjörið freyða og sjóða aðeins niður. Gætið þess að smjörið brúnist en brenni ekki. Hellið því í skál, þegar það er tilbúið og leggið til hliðar.

Snyrtið hörpuskelbitana ef þess þarf og þurrkið þá. Hitið góða pönnu og steikið hörpudiskinn á háum hita í 3-4 mínútur eftir þykkt á hvorri hlið, jafnvel skemur. Takið bitana til hliðar og haldið heitum. Hellið olíunni af pönnunni en skilið eftir brúnaðar agnir sem þar kunna að vera. Hellið hvítvíninu á pönnuna og látið sjóða svolítið niður og slökkvið þá undir pönnunni. Setjið þá kapersið, sítrónubörkinn og brúnaða smjörið út á og hrærið saman.

Raðið skelbitunum á diska og hellið sósunni yfir. Berið fram með hrísgrjónum, fersku salati og ristuðu brauði.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð bleikja

Íslensk bleikja er einhver besti fiskur sem hægt er að fá í matinn. Hún er ekki eins feit og eldislaxinn, bragðið eiginlega alveg ei...

thumbnail
hover

Yfir 50 sóttu um tvö störf...

Síldarvinnslan auglýsti nýverið tvær stöður, rekstrastjóra uppsjávarfrystingar og rekstrastjóra útgerðar. Attentus-mannauður og...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar ...