-->

Hörpudiskur með tómötum

Nú bjóðum við upp á uppskrift að forrétti. Hann byggist á hörpudiski og tómötum, sem eru virkilega fín blanda með viðeigandi kryddi og kryddjurtum. Hollur og góður réttur.

Innihald:

500g hörpudiskur, um það bil 10 til 15 bitar eftir stærð.

500g cherry tómatar

1 vorlaukur, saxaður

rifinn börkur af einni sítrónu og helmingur af henni í sneiðum.

½ bolli af ólífuolíu

1 tsk. muldar rauðar piparflögur

salt og pipar eftir smekk

¼ bolli ósaltaðar jarðhnetur

smávegis af smjöri

graslaukur og basilíka

Aðferðin:

Setjið tómatana í eldfast mót, best að stinga á þá, svo þeir gefi safann frá sér. Bætið þá vorlauknum, sítrónuberkinum og sneiðunum út á, hellið olíunni yfir og dreifið hnetunum yfir.  Bakið í ofni við 180°C í 35 til 40 mínútur.

Þurrkið hörpudiskbitana og kryddið. Steikið hörpudiskinn í olíu við háan hita í 2 til 2 ½  mínútur snúið þeim við og setjið smjörklípuna út á pönnuna og steikið í mínútu til viðbótar. Takið pönnuna af hitanum og leggið hörpudiskinn til hliðar.

Setjið tómatblönduna ásamt basilíkunni á pönnuna og látið suðuna koma upp. Bætið þá hörpudiskinum, hnetunum og graslauknum út í.
Berið réttinn fram í fjórum skálum, eða fleiri eftir þörfum.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...