Hörpudiskur í parmesan ostasósu

352
Deila:

Hörpudiskur er einstakt góðmeti og sannarlega veisluréttur og hentar vel í rómantískan kvöldverð fyrir ástfangið fólk á öllum aldri. Þetta er fremur dýrt hráefni en hörpudiskinn má fá frosinn í góðum fiskbúðum og frystiborðum. Við mælum með þeim íslenska ef hann er fáanlegur en annars er innfluttur hörpudiskur mjög góður og best að hafa hann stóran.

Innihald:

1 msk. ólífuolía

600g hörpudiskur

salt og pipar

1 bolli rjómi

¼ bolli kjúklingasoð

safi úr hálfri sítrónu

½ bolli parmesan ostur, rifinn

1 tsk. sósujafnari

1 msk. vatn

Aðferð:

Þurrkið hörpudiskbitana vandlega með eldhúsbréfi. Setji ólífuolíuna á góða pönnu og hitið þar til hún fer að rjúka. Steikið hörpudiskinn í um 3 mínútur á hvorri hlið uns þeir verða fallega gullnir. Takið þá síðan af pönnunni og leggið til hliðar.
Lækkið hitann á pönnunni niður á miðlung og hellið rjómanum út á hana ásamt kjúklingasoðinu, sítrónusafanum og ostinum. Hrærið sósujafnarann út í vatn í lítilli skál og hrærið honum síðan út sósuna. Látið hana malla þar til hún fer að þykkna.  Setjið þá hörpudiskbitana út í sósuna og látið malla í rúma mínútu til að fá hita í bitana.

Berið réttinn fram í pönnunni og skreytið með ferskri steinselju eða öðru fersku grænmeti. Ristað brauð, soðin hrísgrjón og ferskt salat að eigin vali á vel við með þessum fína rétti.

 

Deila: