Hrefnunni lógað

89
Deila:

Hrefnunni sem synti í strand á skipastiga á ánni Thames í fyrrakvöld var lógað í gær. Eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir tókst að koma henni aftur í ánna. Björgunarfólk segir henni hins vegar hafa hrakað hratt og dýralæknar bundu loks enda á þjáningar hennar. Dýralæknir við dýrafræðistofnun Lundúna svæfði hana síðdegis í gær samkvæmt frétt á ruv.is.

Að sögn fréttastofu BBC verður hrefnan krufin og rannsóknir gerða á henni. Hún var ung, ekki nema þrír til fjórir metrar að lengd. Hrefnur geta orðið allt að tíu metrar að lengd.

Fyrst varð vart við hvalinn í Thames um kvöldmatarleytið á sunnudag, þar sem hann sat fastur á skipastiga í suðvestanverðum Lundúnum. Sjóbjörgunarsveit var kölluð út til aðstoðar, og tókst henni að losa hrefnuna seint í fyrrakvöld. Hundruð fylgdust með björgunaraðgerðum, og fögnuðu þegar dýrið varð loks laust.

 

Deila: