-->

Humarveiðin aldrei verið tregari

Humar veiðar ganga enn mjög illa. Sjö bátar hafa landað 43 tonnum af humri miðað við slitinn humar og hefur veiðin aldrei verið tregari. Allt niður í 10 kíló í holi. Veiðin er nú sem stendur við suðvestanvert landið.

Aflahæsti báturinn nú er Skinney SF með 10,9 tonn og næstur kemur Þórir SF með 10,2 tonn. Jón á Hofi ÁR er með 8 tonn, Fróði ÁR með 6,6 tonn, Brynjólfur VE með 3,5, Drangavík VE með 2,8 tonn og loks Sigurður Ólafsson SF með 1,1 tonn.
Á myndinni eru humarbátar Skinneyjar-Þinganess að landa í Grindavík.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...