Humarveiðin aldrei verið tregari

106
Deila:

Humar veiðar ganga enn mjög illa. Sjö bátar hafa landað 43 tonnum af humri miðað við slitinn humar og hefur veiðin aldrei verið tregari. Allt niður í 10 kíló í holi. Veiðin er nú sem stendur við suðvestanvert landið.

Aflahæsti báturinn nú er Skinney SF með 10,9 tonn og næstur kemur Þórir SF með 10,2 tonn. Jón á Hofi ÁR er með 8 tonn, Fróði ÁR með 6,6 tonn, Brynjólfur VE með 3,5, Drangavík VE með 2,8 tonn og loks Sigurður Ólafsson SF með 1,1 tonn.
Á myndinni eru humarbátar Skinneyjar-Þinganess að landa í Grindavík.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Deila: