Kolmunnaveiðar hafnar á ný

Stóru uppsjávarskipin eru nú byrjuð á kolmunnaveiðum á ný eftir nokkurt hlé vegna síldveiða. Aflaheimildir þessa árs í kolmunna eru 247.000 tonn og miðað við aflastöðulista Fiskistofu nú er aflinn orðinn 192.000 tonn og því óveidd af kvótanum um 55.000 tonn.
16 skip hafa stundað beinar kolmunnaveiðar í ár. Aflahæst þeirra er Bjarni Ólafsson AK með 19.340 tonn. Næst kemur Börkur NK með 18.258 tonn og í þriðja sætinu er Venus NS með 17.99 tonn.
Ljósmynd Smári Geirsson.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mikil aukning í fiskeldi fyrirsjáanleg

Ríflega fjörutíu prósenta aukning verður í fiskeldi hér á landi, frá því sem nú er, verði allar umsóknir um ný rekstrarleyfi ...

thumbnail
hover

Málefni hafsins til umræðu

Loftslagsmál, grænar orkulausnir, málefni hafsins og heilbrigðismál voru á meðal fundarefna á þriggja daga haustfundi embættismann...

thumbnail
hover

Lokaferð Halldórs

Halldór Nellett er nú í lokaferð sinni sem skipherra á varðskipinu Þór en skipið lét úr höfn í Reykjavík fyrir helgi. Þegar v...