Lítið af þorski á Færeyjabanka

120
Deila:

Mjög lítið er af þorski á Færeyjabanka samkvæmt niðurstöðum úr leiðangri rannssóknaskipsins Magnusar Heinasonar. Í mars bentu niðurstöður togararalls Færeyinga til að þorskstofninn á Færeyjabanka væri að braggast. Leiðangurinn ný sýndi að staðan var allt önnur.

Nú er þorskstofninn á bankanum aðeins fjórðungur af því sem hann var á árunum 1996 til 2003, þegar stofnstærðin var eins og árunum þar áður. Á hinn bóginn var mikið að finna af ýsu, löngu, skötusel og lýsu miðað við síðustu ár. Venjulega eru tekin 29 hol í þessum leiðangri en nú náðist aðeins að taka 17 hol.

 

Deila: