Litrík sólarupprás

Þó brælan berji hressilega á hetjum hafsins í dag, hefur veðrið í haust verið köflótt og á stundum alveg prýðilegt. Sólarupprásin í gær var einstaklega litrík og hefur svo verið oft í haust. Þessar fallegu myndir eru teknar við Grindavíkurhöfn, þar sem þrjú skip, sem hafa skilað Grindvíkingum miklum afla, liggja nú aðgerðarlaus og bíða örlaga sinna. Þetta eru Guðbjörg, Sturla og Gnúpur, sem í upphafi hér Guðbjörg ÍS og var gul. Hinum megin í höfninni var svo flaggskip Þorbjarnar. Tómas Þorvaldsson að landa síðar um daginn, þegar töfrar sólarupprásarinnar höfðu dvínað og sólin að sökkva í sæ nokkru vestar.
Efstu myndina tók Klara Bjarnadóttir, þá næstu Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir og þá neðstu Helga Þórarinsdóttir.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fizza

Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fó...

thumbnail
hover

Skrýtið að þjóna til altaris

Maður vikunnar nú er fæddur Gaflari en á báðar ættir að rekja norður. Hann býr á Eskifirði en vinnur á Seyðisfirði. Hann hefu...

thumbnail
hover

Vill allt að 50.000 tonna fiskeldi...

„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er engin spurning. Starfsemi fiskeld...