Mælaborð fiskeldis kynnt

90
Deila:

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Mælaborð fiskeldis á opnum streymisfundi á morgun, fimmtudaginn 15. apríl kl. 10.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fól Matvælastofnun að setja á fót Mælaborð fiskeldis og gera þannig aðgengilegar, í gegnum alhliða upplýsingaveitu, upplýsingar framleiðslu í fiskeldi, fiskeldisstöðvar og eftirlitsskýrslur auk þess að veita aðgang að ársskýrslum dýralæknis fisksjúkdóma og fundargerðum fisksjúkdómanefndar.

Því eru allar helstu upplýsingar um stöðu fiskeldis í sjó og á landi orðnar aðgengilegar á einum stað til hagsbóta fyrir almenning og stjórnvöld. Þannig munu upplýsingarnar í mælaborði fiskeldi ekki aðeins nýtast við eftirlit Matvælastofnunar og stefnumótun stjórnvalda varðandi fiskeldi heldur um leið gagnast hagsmunaaðilum og almenningi til að fá heilstæðari upplýsingar um stöðu og þróun fiskeldis á Íslandi.

 

Deila: