-->

Mest á Fætinum og Skrúðsgrunni

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í gærmorgun í heimahöfn á Seyðisfirði. Rúnar L. Gunnarsson skipstjóri segir að ekki hafi fiskast sérlega vel en túrinn hafi þó bjargast. „Túrinn tók um fjóra sólarhringa og við vorum mest að veiða á Fætinum og á Skrúðsgrunni. Aflinn var 71 tonn, að mestu þorskur og ýsa,“ segir Rúnar í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Gullver heldur ekki á ný til veiða fyrr en í kvöld, en brottför var frestað vegna veðurs.

Ómar Bogason, rekstrarstjóri frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, segir að vinnslan gangi ágætlega og samkvæmt áætlun. „Það má segja að vinnslan rúlli fínt og afurðaverð eru góð. Það er engin ástæða til að kvarta,“ segir Ómar.
Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...