Milljónir tonna umfram ráðleggingar

94
Deila:

Nú standa yfir samningaviðræður þeirra strandríkja sem aðild eiga að veiðum á uppsjávarfiskistofnum við norðaustanvert Atlantshafið. Þessir stofnar eru norsk-íslensk síld, makríll og kolmunni. Að viðræðunum koma fulltrúar frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum Noregi, Bretlandi, Evrópusambandinu og Rússlandi. Undanfarin ár  hafa þessir aðilar ekki náð samkomulagi um hlutdeild hvers ríkis fyrir sig í veiðunum. Afleiðingin er einföld. Allir stofnarnir eru ofveiddir og fyrir vikið eru veiðarnar ekki sjálfbærar og hafa misst umhverfisvottun Marine Stewardship Council, MSC.

Vegna þessarar stöðu vekur MSC nú athygli málstofu, þar sem farið var yfir veiðarnar og þá hættu sem ofveiðin skapar. Á síðustu sex árum hafa verið veiddar nærri 5 milljónir tonna af umræddum tegundum umfram ráðleggingar vísindamanna

Makríll, norsk-íslensk síld og kolmunni í Norður-Atlantshafi eru meðal stærstu uppsjávarfiskistofnum Evrópu. Vegna ósamkomulags strandríkjanna hafa þeir allir verið ofveiddir. Hvert ríki hefur selt sér sjálfdæmi um hlutdeild sína og hefur Íslendingum til dæmis verið  haldið utan samningaviðræðna. Ofveiðin er hlutfallslega mest í síldinni, en stofninn hefur fallið um 36% á síðustu þremur áratugum. Stofninn hrundi vegna ofveiði á sjöunda áratugnum og voru veiðar bannaðar í 20 ár eftir það. Hrynji síldarstofninn á ný gæti það fært með sér óbætanlegan skaða fyrir lífríkið, þar sem síldin er mikilvæg fæða fyrir marga aðra fiskistofna. Það sama á við um makrílinn og kolmunnann. Þessar afurðir gætu horfið út verslunum um allan heim og valdið skorti á fiskifóðri fyrir laxeldi til dæmis.

Vegna þess að hver þjóð ákveður sinn eigin kvóta verður aflinn mun meiri en ráðlagt er af vísindamönnum. Á þessu ári munu veiðar á makríl fara 41% fram úr ráðlögðum afla, veiðar á síldinni 35% umfram og veiðar á kolmunna 25% samkvæmt upplýsingum frá MSC.

Deila: