-->

Minni hagnaður Brims á fyrsta ársfjórðungi

Rekstrartekjur Brims hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 námu 74,4 m€, samanborið við 58,0 m€ árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 7,7 m€ eða 10,4% af rekstrartekjum, en var 9,7 m€ eða 16,7% árið áður. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 3,2 m€, en voru neikvæð um 0,8 m€ á sama tíma árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 0,3 m€, en voru jákvæð um 0,05 m€ árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 0,8 m€ og hagnaður tímabilsins var 0,4 m€.

„Afkoma Brims á fyrsta ársfjórðungi 2020 markast nokkuð af erfiðu tíðarfari og þar með gæftum í upphafi árs með nokkuð lakari afla og þar með afkomu, einkum í veiðum og vinnslu uppsjávarafla. Loðnubrestur annað árið í röð veldur einnig nokkru um afkomu fjórðungsins. Félagið nýtur nú góðs af fjárfestingum undanfarinna missera, bæði í Ögurvík og sölufélögunum í Asíu. Þrátt fyrir að verð sjávarafurða hafi almennt verið tiltölulega góð í upphafi árs eru horfur á mörkuðum óvissar vegna áhrifa heimsfaraldursins á neyslumynstur, sölu og flutninga,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims hf.

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 704,2 m€ í lok mars 2020. Þar af voru fastafjármunir 553,9 m€ og veltufjármunir 150,3 m€. Eigið fé nam 306,4 m€, eiginfjárhlutfall í lok mars var 43,5%, en var 45,3% í lok árs 2019. Heildarskuldir félagsins voru í marslok 397,8 m€.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 21,3 m€ á tímabilinu, en nam 22,2 m€ á sama tíma fyrra árs. Fjárfestingarhreyfingar voru neikvæðar um 7,1 m€. Fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar um 4,5 m€. Handbært fé hækkaði því um 9,6 m€ á tímabilinu og var í lok mars 63,1 m€.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrsta ársfjórðungs 2020 (1 evra = 141,51 kr) verða tekjur 10,5 milljarðar króna, EBITDA 1,1 milljarður og hagnaður 0,06 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 31. mars 2020 (1 evra = 154,87 kr) verða eignir samtals 109,1 milljarðar króna, skuldir 61,6 milljarðar og eigið fé 47,5 milljarðar.

Skipastóll og afli

Skipastóll samstæðunnar er óbreyttur frá áramótum og eru nú átta skip í flota samstæðunnar. Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 var afli skipa félagsins 12,7 þúsund tonn af botnfiski og 11 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja svæðalokanir til að vernda höfrunga...

Vísindamenn hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) leggja nú til  fiskveiðar verði bannaðar á ákveðnum svæðum í Biskajafló...

thumbnail
hover

Hoppandi kátir

Drangey SK2 landar í Grundarfirði í byrjun vikunnar.  Heildarmagn afla um borð er um 154 tonn, uppistaða aflans er að mestu þorskur....

thumbnail
hover

Verð á þorski fer hækkandi

Verð á þorski sem seldur er gegnum fiskmarkaði hefur stigið jafnt og þétt undanfarna daga. Þann 15. maí var ríkti svartsýni hjá ...