Í norðvestan 28 metra hávaðaroki  í fangið

180
Deila:

„Þetta er búið að vera ágætt á heimleiðinni er frá er takið að það er vitlaust veður á okkur beint á móti. Við erum í norðvestan 28 metra báli beint í fangi hér austan við Vestmannaeyjar. Það er búið að ganga svona alla leiðina frá Póllandi, verið bræla alla leiðina, ýmist á hlið eða á móti. Skipið reynist vel það sem afa er. Við erum náttúrulega ekki búnir að prófa það á veiðum, bara á fullu ferðinni,“ segir Gísli V. Jónsson, skipstjóri á línubátnum Páli Jónssyni GK 7, sem kemur nýsmíðaður til heimahafnar í Grindavík á morgun.

Það er Vísir hf. í Grindavík sem gerir bátinn út og á móti hverfur eldri bátur með sama nafni úr rekstrinum. Auk Páls gerir Vísir út fjóra stóra línubáta, Sighvat, Jóhönnu Gísladóttur, Kristínu og Fjölni og krókakerfisbátana Daðey og Sævík.

Vegalengdin frá Póllandi til Grindavíkur eru 1.500 mílur eða um  sex og hálfur sólarhringur. „Við kominn inn til Grindavíkur eftir hádegið á morgun, förum ekki að koma með hann heim í skjóli myrkurs.“

 

Deila: