Nýir starfsmenn hjá Eimskipi

231
Deila:

Kristín Katrín Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður söludeildar innflutnings hjá Eimskip. Kristín Katrín er reynslumikill stjórnandi og öflugur leiðtogi sem hefur starfað innan Icelandair samstæðunnar síðustu ár, síðast sem forstöðumaður sölu – og bókunarsviðs Icelandair Hotels. Þar á undan starfaði hún meðal annars í tekjustýringu hjá félaginu. Kristín Katrín er með BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Kristín Katrín er gift Ingimar Erni Erlingssyni og eiga þau 2 börn. Kristín Katrín mun hefja störf hjá Eimskip á næstu vikum.

„Við fögnum komu Kristínar Katrínar og bjóðum hana velkomna í sterka liðsheild Eimskips. Innflutningur til Íslands er einn af lykilþáttum í okkar samfélagi og hlutverk Kristínar Katrínar verður að leiða hóp reynslumikilla starfsmanna okkar í að bjóða áfram framúrskarandi þjónustu og öflugar flutningalausnir til okkar mikilvægu viðskiptavina. Við væntum mikils af henni og hlökkum til að fá hana í hópinn,“ segir Björn Einarsson framkvæmdarstjóri sölu – og viðskiptastýringar Eimskips.

Þá hefur Birgir Gunnarsson verið ráðinn í starf sérfræðings í útflutningsdeild félagsins. Birgir hefur mikla og víðtæka þekkingu og reynslu af flutningamarkaði hér heima og erlendis sem mun nýtast mjög vel í því spennandi umhverfi sem útflutningur frá Íslandi er. Birgir hefur síðustu ár starfað sem sérfræðingur í aðfangakerfi Elkem og áður í flutningageiranum. Birgir er með B.Sc. í Sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri og diplómu í flutningafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Birgir er giftur Ásthildi Björnsdóttur. Birgir hefur störf í byrjun nóvember.

Deila: