Óbreytt viðmiðunarverð á fiski

94
Deila:

Hagsmunasamtök sjómanna og útvegsmanna hafa ákveðið að viðmiðunarverð á fiski sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila verði óbreytt miðað við ákvörðun frá því í júlí. Þá var verð á þorski lækkað um 3% en verð á öðrum tegundum óbreytt.

Viðmiðunarverð var óbreytt í júní, en mánuðina þar á undan hafði það lækkað mikið, eða um 5% til 11% eftir tegundum í maí og enn meira frá áramótum.

 

Deila: