-->

Orðin hálfgerður Akureyringur

Maður vikunnar að þessu sinni er uppalin Hafnfirðingur en er orðin hálfgerður Akureyringur. Hún er sjávarútvegsfræðingur og starfar sem gæðastjóri landvinnslu Samherja. Henni finnst gæs góður matur og langar til Tælands.

Nafn:

Sunneva Ósk Guðmundsdóttir.

Hvaðan ertu?

Ég er uppalin í Hafnarfirði, en eftir að hafa búið í 15 ár á Akureyri, er ég hálfgerður Akureyringur.

Fjölskylduhagir?

Ég bý með Ómari Þorra Gunnlaugssyni og saman eigum við tvö börn, Ými 6 ára og Ylfu 4 ára.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa sem gæðastjóri landvinnslu Samherja.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Árið 2017 eftir að ég lauk sjávarútvegsfræði.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Klárlega fjölbreytnin og hraða uppbyggingin í tækninýjungum. Ég hef rosalega gaman að því að læra nýja hluti og fæ ég stöðugt tækifæri til þess.

En það erfiðasta?

Það má leysa allt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Hmm ætli það hafi ekki verið þegar ég tók sjóveikistöflu um borð í Björgúlfi og fékk aukaverkun sem „blörraði“ sjónina. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég á svo mikið af skemmtilegum vinnufélögum.

Hver eru áhugamál þín?

Framkvæmdir, ferðalög og að njóta þess að vera með fjölskyldunni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Gæs sem pabbi gerir.

Hvert færir þú í draumfríið?

Það væri gaman að fara til Tælands.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Segir „alveg á hreinu“ að gögnin...

Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir í samtali á visir.is ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarps...

thumbnail
hover

Nýdoktor á sviði flotahegðunar og hagfræði...

Staða nýdoktors er auglýst hjá Hafrannsóknastofnun, við starfstöð stofnunarinnar í Hafnarfirði. Nýdoktornum er ætlað að starfa...

thumbnail
hover

TF-SIF stuðlar að handtöku hasssmyglara

Spænska lögreglan, Guardia Civil, í samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands handtók fjóra smyglara og gerði 963 kíló af hassi upptæ...