-->

Orðin hálfgerður Akureyringur

Maður vikunnar að þessu sinni er uppalin Hafnfirðingur en er orðin hálfgerður Akureyringur. Hún er sjávarútvegsfræðingur og starfar sem gæðastjóri landvinnslu Samherja. Henni finnst gæs góður matur og langar til Tælands.

Nafn:

Sunneva Ósk Guðmundsdóttir.

Hvaðan ertu?

Ég er uppalin í Hafnarfirði, en eftir að hafa búið í 15 ár á Akureyri, er ég hálfgerður Akureyringur.

Fjölskylduhagir?

Ég bý með Ómari Þorra Gunnlaugssyni og saman eigum við tvö börn, Ými 6 ára og Ylfu 4 ára.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa sem gæðastjóri landvinnslu Samherja.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Árið 2017 eftir að ég lauk sjávarútvegsfræði.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Klárlega fjölbreytnin og hraða uppbyggingin í tækninýjungum. Ég hef rosalega gaman að því að læra nýja hluti og fæ ég stöðugt tækifæri til þess.

En það erfiðasta?

Það má leysa allt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Hmm ætli það hafi ekki verið þegar ég tók sjóveikistöflu um borð í Björgúlfi og fékk aukaverkun sem „blörraði“ sjónina. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég á svo mikið af skemmtilegum vinnufélögum.

Hver eru áhugamál þín?

Framkvæmdir, ferðalög og að njóta þess að vera með fjölskyldunni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Gæs sem pabbi gerir.

Hvert færir þú í draumfríið?

Það væri gaman að fara til Tælands.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffengur þorskur með hnetum

Sumum finnst fiskur dýr, en ekki má gleyma því að þegar flök eða hnakkar eru keyptir ferskir eða saltaðir, er nánast engin rýrnu...

thumbnail
hover

Skýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með...

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarr...

thumbnail
hover

Iðandi af ungu fólki

Síðustu vikur hefur húsnæði Brims verið iðandi af ungu fólki en Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Reykjavík, hefur haft aðst...