-->

Ótrúlega spennandi framþróun

 

Maður vikunnar er Snæfellingur og býr nú á Rifi, þar sem hún er gæðastjóri hjá Sjávariðjunni. Hún er hrifin af fiski og frönskum, er fimm barna móðir og hefur áhuga á crossfit, skíðum og ferðalögum.

Nafn:

Íris Ósk Jóhannsdóttir.

Hvaðan ertu?

Ég er uppalin í Ólafsvík, búsett á Rifi

Fjölskylduhagir?

Gift og eigum við 5 börn

Hvar starfar þú núna?

Ég vinn í Sjávariðjunni sem gæðastjóri.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði að vinna í sjávarútvegi Í kringum 2014. 

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Mér finnst vera stöðug framþróun, sem er ótrúlega spennandi  sem hefur verið mikill hagræðing fyrir okkur. Viðhorfið til þessara greinar hefur breyst með þessari tækni og þessu frábæra fólki sem vinnur við það. Við getum ekki leyft okkur að staðna.

En það erfiðasta?

Þegar Úttektir ganga ekki alveg 100%.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Maðurinn minn skrapp norður að skoða Gjögur og þegar hann koma heim þá var hann búin að skrifa undir Völku skurðarvél.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég er að vinna með fullt af góðu fólki.

Hver eru áhugamál þín?

Að eiga stundir með þeim sem standi manni næst, skíði, crosfitt, ferðast og auðvitað gæðamál.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Best í heimi Fish and chips hjá Lilju Hrund sem rekur SkerRestaurant í Ólafsvík.

Hvert færir þú í draumfríið?

Strákarnir mínir sem eru að hjálpa mér, segja að við færum erlendis á skíði:0I)

Með Írisi Ósk á myndinni eru Guðrún Jóna verkstjóri og Ulla gæðastarfmaður.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...