-->

Ruth sjósett í Póllandi

Danska uppsjávarveiðiskipið Ruth hefur verið sjósett í Gdynia í Póllandi. Það verður síðan dregið til Skagen í Danmörku, þar sem smíði skipsins verður lokið. Ruth verður stærsta uppsjávarveiðiskip danska flotans og er afhending áætluð í júlí í sumar

Ruth er 90 metra langt skip og 17 metrar á breidd. Það verður gert út á kolmunna, makríl og síld. Kolmunnanum verður landað til bræðslu en síld og makríll fara í manneldisvinnslu. Eigandi skipsins er Færeyingurinn Gullak Madsen og er þetta sjöunda skips hans með sama nafni.

Hér má sjá myndband af sjósetningu skipsins.

https://portal.fo/fiskur-38151/video-her-verdur-nyggja-ruth-sjosett.grein

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ágætur afli

Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...

thumbnail
hover

Álaveiðar mögulegar sem búsílag

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...

thumbnail
hover

Einfalda löggjöf um áhafnir skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...