Samið um smíði á nýjum Christian í Grótinum

343
Deila:

Skrifað hefur verið undir smíði á nýjum Christian í Grótinum fyrir færeyska útgerð og  við Karstensens Skibsværft í Skagen. Þetta skip verður það stærsta sem skipasmíðastöðin hefur nokkurn tíman smíðað. Skipið á verða tilbúið til afhendingar í janúar 2022.

Skrokkurinn verður eins og á hinni nýju Ruth, en þar sem yfirbyggingin á Christian í Grótinum verður stærri en á Ruth, mælist nýja skipið stærra. Nýja skipið verður 89,35 metrar að lengd, allt að 18 metrar á breidd og mun bera 3.000 tonn af fiski í kælitönkum. Alls mælist skipið 5.000 brútótonn.

Áætlað er að skrokkurinn komi í skipasmíðastöðina eftir rúmt ár og verður skipið fullgert í Skagen.  Skipið kemur í stað eldra skips með saman nafni frá árinu 2003. Skipasmíðastöðin byggði Þránd í Götu fyrir Færeyinga og lýsa stjórnendur ánægju sinni yfir því að fá annað svona stórt verkefni fyrir Færeyinga.

Með þessari nýsmíði liggur fyrir að fjögur ný skip bætast við flota Færeyinga árið 2022. Það eru Christian í Grótinum, Gadus, nýtt Akraberg og nýr togari hjá P/F Havborg í Þórshöfn.

 

Deila: