Sérkennilegt júníveður

100
Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði rúmum 90 tonnum á Seyðisfirði í gær. Uppistaða aflans var þorskur og ýsa. Skipstjóri í veiðiferðinni var Steinþór Hálfdanarson og spurði heimasíða Síldarvinnslunnar hann hvar veitt hefði verið.

„Við vorum á hinum hefðbundnu Gullversmiðum; Hvalbakshalli, Berufjarðarál og Breiðdalsgrunni. Það er engin ástæða til að kvarta undan aflabrögðum en öðru máli gegnir um veðrið. Það hefur vægast sagt verið sérkennilegt júníveður að undanförnu. Í túrnum fengum við að vísu blíðu um tíma en lengst af var norðaustan fræsingur með tilheyrandi leiðindum. Vonandi fer þetta að skána, ekki getur það versnað,“ segir Steinþór.

Gullver mun halda til veiða á ný klukkan tvö í dag.
Ljósm. Þorgeir Baldursson

Deila: