-->

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sverri, en síðustu ár. Það gefur góð fyrirheit um framgang síldarstofnsins, að nú var að önnur hver síld í aflanum á færeyska rannsóknarsvæðinu fimm ára gömul. Það bendir til þess að sterki árgangurinn frá 2016 sé orðinn verulegur hluti kynþroska stofnsins sem leitar til vesturs að Íslandi í ætisgöngu að vori.

Einnig var mikið af eins árs gömlum kolmunna í aflanum, en enn er talið of snemmt að byggja styrkleika árgangsins á því.

Mest af síldinni var norðarlega á á könnunarsvæðinu, en lítið upp að færeyska landgrunninu og á Íslandshrygg. Meira var hins vegar að finna af kolmunna við færeyska landgrunnið og uppeftir Íslandshryggnum  og einnig austarlega á svæðinu.

Rannsókn Færeyinga er hluti af alþjóðlegri rannsókn, sem Ísland, Noregur, Danmörk, og Rússland standa að auk Færeyinga. Leiðangur hinna þjóðanna fyrir norðan færeyska rannsóknasvæðið stendur enn yfir.

Gert er ráð fyrir að farið verði yfir rannsóknir allra þjóðanna um miðjan júní.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...