Sjávarútvegsfyrirtæki til fyrirmyndar

158
Deila:

Sex sjávarútvegsfyrirtæki eru á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir 25 fyrirmyndarfyrirtæki í flokki stórra fyrirtækja. Auk þess eru á þessum lista tvö fyrirtækja sem þjóna sjávarútveginum. Þessi fyrirtæki eru öðrum til fyrirmyndar að mati Viðskiptabaðsins.

Marel er efst á þessum lista og Samherji í öðru sæti. Síldarvinnslan er í þriðja sæti og Brim í sjötta sæti. Í tíunda sæti er Fisk-Seafood og í því tuttugasta og fyrsta er Nesfiskur og Útgerðarfélag Akureyringa í tuttugasta og þriðja sæti. Hampiðjan er svo í næsta sæti þar á eftir.

Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2019 og 2018 en rekstrarárið 2017 er einnig notað til viðmiðunar. Þau þurfa að hafa skilað jákvæðir afkomu árin 2019 og 2018 og tekjurnar þurfa að hafa verið yfir 30 milljónir króna hvort ár. Ennfremur þurfa eignir fyrirtækjanna að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2019 og 2018. Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna.

Þessu til viðbótar er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Að þessu sinni komast ríflega 1.100 fyrirtæki á listann eða um 2,8% fyrirtækja landsins.

 

Deila: