-->

Sjávarútvegsráðherrar Færeyja og Rússlands ræddu málin

Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja ræddi við starfsbróður sinn Ilya Shestakov  meðan á sjávarútvegssýningunni og ráðstefnunni Global Fishery Forum and Seafood Expo stóð í Péturborg í síðustu viku. Westergaard hélt einnig erindi á ráðstefnunni í boði Shestakov.

Á fundi ráðherranna lýstu þeir báðir ánægju með mikið og gott samstarf. Ýmsar áskoranir vegna Kórónafaraldursins voru ræddar á fundinum. Þó síðustu samningaviðræður um fiskveiðar hafi verið haldnar á netinu, voru báðir ráðherrarnir sammála um taka upp fyrri vinnubrögð, það er að sendinefndir ríkjanna hittist aftur við samningaborðið.

Þá var rætt um það vandamál, sem skapaðist þegar upp kom smit hjá áhöfnum rússneskra skipa við veiðar innan lögsögu Færeyja. Ilya Shestakov lagði áherslu á að rússnesk stjórnvöld hafi sett ströng skilyrði um samskipti sjómanna meðan á faraldrinum stóð, en engu að síður hafi komið upp smit um borð í nokkrum skipum. Jacob Vestergaard benti á að heilbrigðiskerfið í Færeyjum verið fært um að takast á við þann vanda og stjórnvöld í Færeyjum og Rússlandi hefði þar starfað vel saman.

Vestergaard  notaði tækifærið til benda á mikilvægi fríverslunarsamninga milli landanna einnig var gerð fríverslunarsamninga Færeyinga og Eystrasaltslandanna rædd.

Í tengslum við ráðstefnuna var færeyska ráðherranum boðin þátttaka á tveimur umræðufundum, þar sem bæði stjórnvöld og fulltrúar atvinnulífsins komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Á fyrri fundinum þar sem yfirskriftin var „Áhrif heimsfaraldurs, nýjar áskoranir fyrir sjávarútveginn“, ræddi Vestergaard um áhrif faraldursins í Færeyjum. Nefndi hann sérstaklega hvernig fiskframleiðendur hefðu breytt framleiðslu sinni í samræmi við breyttar aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum og hve mikilvægir fjölþættir alþjóðlegir viðskiptasamningar væru.

Seinni fundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Fiskeldi, aflvaki í framleiðslu sjávarafurða á heimsvísu“. Vestergaard benti á að í Færeyjum væri lögð mikil áhersla á aukna framleiðslu í fiskeldi. Aðrir ræðumenn fjölluðu mikið um uppbyggingu landeldis á laxi, en Vestergaard benti á að Færeyingar væru að flytja eldiskvíar sínar lengra frá landi. Það hefði þó í för með sér miklar áskoranir svo sem áhrif á almennar fiskveiðar, umhverfisáhrif og verri veður.  Var erindið flutt í samráði við umhverfis- og atvinnuvegaráðuneytið.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja láta rannsaka hvort útgerðin svíki...

Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að f...

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn kominn með nema eftir árs...

Gró Sjávarútvegsskóli sem starfar undir hatti UNESCO hefur fengið nema að nýju eftir árs hlé vegna Covid19. Þetta er stærsti hóp...

thumbnail
hover

Mikið um þörungablóma fyrir austan

Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó ...