Spáir bölvaðri brælu

102
Deila:

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í heimahöfn sl. fimmtudagsmorgun eftir stuttan túr. Áður hafði skipið landað á þriðjudag. Á föstudagskvöld var haldið til veiða á ný og þá var farið austur fyrir land.

Bergey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum um helgina en aflinn var blandaður. Heimasíða Síldarvinnslunnar  ræddi stuttlega við Jón Valgeirsson skipstjóra og spurði fyrst hvar veitt hefði verið. „Við vorum á Reynisdýpinu og á Víkinni. Þetta gekk bara vel. Það var farið út strax eftir löndun og nú erum við á fyrsta holi á Öræfagrunni. Hann spáir bölvaðri brælu hér á morgun og því er ekki ólíklegt að við förum austar. Einhverjar sagnir eru um að afli sé heldur að glæðast þar,“ segir Jón.
Bergey VE að veiðum. Ljósm. Egill Guðni Guðnason

Deila: