Sterkari að ári

104
Deila:

Franski vinduframleiðandinn Bopp hafði ætlað sér að taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni á þessu ári í fyrsta sinn, en hyggst nú vera með árið 2021.

Bopp hefur langa reynslu af því að framleiða sérhæfðan vinnslubúnað á dekki fyrir túnfiskveiðar með hringnót í hitabeltissjó og einnig fyrir franska togaraútgerð. Framleiðslan hefur nú rutt sér rúms á nýjum mörkuðum með afhendingu búnaðar til sjávarútvegsfyrirtækja í Bretlandi og á Írlandi.

Undanfarin tvö ár eða svo hefur fyrirtækið meðal annars afhent nokkur vindukerfi í nýja togara og nótabáta. Í pökkunu eru vindur, netatromlur, spennubreytar og gilsar, ásamt viðbót við við Bopp-vörulínuna með löndunarkrana.

Fyrirtækið sér nú að framleiðslan hentar fullkomlega fyrir markað á Norðurlöndunum og hafði sett stefnuna á Íslensku sjávarútvegssýninguna til að kynna þar búnað sinn fyrir vinnsludekk – þar til Covid-19 kom.

„Það er óheppilegt að Íslensku sjávarútvegssýningunni hafi verið frestað, en við höfum fullan skilning á því hvers vegna það er,” segir David Thepaut frá Bopp.

„Við erum mjög ánægð með að taka þátt, þar sem Ísland er nýr markaður fyrir okkur og við viljum að framtíðarviðskiptavinir okkar þaðan viti meira um framleiðsluna okkar. En við komum aftur á næsta ári, jafnvel enn sterkari en fyrr.”

 

Deila: