-->

Stofnfiskur sækir um leyfi til eldis í Seljavogi og Kirkjuvogi

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn um starfsleyfi dagsett þann 28. febrúar 2020 frá fyrirtækinu Stofnfiskur hf. Starfsleyfisumsókn snýr að eldi í Kirkjuvogi á Reykjanesi, en rekstraraðili sækir einnig um starfsleyfi í Seljavogi í Höfnum á Reykjanesi, samhliða umsókninni. Stofnfiskur hf. sækir um starfleyfi í Kirkjuvogi fyrir 160 tonn/ ári af lax framleiðslu eða 160 tonn/ári af framleiðslu á hrognkelsisseiðum, hrognum og klakfiski.
Samkvæmt mati á umhverfisáhrifum kemur fram að samgangur verður á milli stöðvanna í Kirkjuvogi og Seljavogi en stöðvarnar sækja um tvö aðskilin starfsleyfi. Um eldi á landi er að ræða.

Unnið er úr umsókn og aðgerð starfsleyfistillögu.

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.
Ákvörðun um matskyldu er hægt að finna hér:

Mat á umhverfisáhrifum – matsskyldufyrirspurn

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Kolmunnaskipin bíða skimunar

Kolmunnaskipin liggja enn í Norðfjarðarhöfn og bíða áhafnir þeirra eftir niðurstöðu skimunar fyrir Covid-19. Ráðgert er að hal...

thumbnail
hover

Lítil sókn í grásleppuna

Lágt afurðaverð hefur dregið úr sókn í grásleppuveiðar í upphafi vertíðar. Kínverjar kaupa enga grásleppu og hrognaverð er l...

thumbnail
hover

Fiskverð lækkar

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 3. apríl 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjara...