-->

Stofnfiskur sækir um leyfi til eldis í Seljavogi og Kirkjuvogi

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn um starfsleyfi dagsett þann 28. febrúar 2020 frá fyrirtækinu Stofnfiskur hf. Starfsleyfisumsókn snýr að eldi í Kirkjuvogi á Reykjanesi, en rekstraraðili sækir einnig um starfsleyfi í Seljavogi í Höfnum á Reykjanesi, samhliða umsókninni. Stofnfiskur hf. sækir um starfleyfi í Kirkjuvogi fyrir 160 tonn/ ári af lax framleiðslu eða 160 tonn/ári af framleiðslu á hrognkelsisseiðum, hrognum og klakfiski.
Samkvæmt mati á umhverfisáhrifum kemur fram að samgangur verður á milli stöðvanna í Kirkjuvogi og Seljavogi en stöðvarnar sækja um tvö aðskilin starfsleyfi. Um eldi á landi er að ræða.

Unnið er úr umsókn og aðgerð starfsleyfistillögu.

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.
Ákvörðun um matskyldu er hægt að finna hér:

Mat á umhverfisáhrifum – matsskyldufyrirspurn

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...