-->

Sumarið rólegur tími

„Ráðgjafarparturinn tengist frekar aflahlutdeildum og daglegi reksturinn er meira í aflamarkinu, eða kvótaleigu í báðum kerfunum. Þetta gengur bara þokkalega vel, sérstaklega á hávertíð, en er heldur rólegra á sumrin. Menn eru bara mest að skiptast á tegundum eftir hvernig veiðin gengur í helstu tegundunum eins og þorski, ýsu, ufsa og svo framvegis,“ segir Ingvi Þór Georgsson, eigandi Aflamiðlunar.is

„Ég sendi út póst svona tvisvar til þrisvar í mánuði með verðunum, sem eru á hverjum tíma í kvótaleigunni, en það er reyndar hægt að sjá það á Fiskistofu líka.“ Ingvi segir að engin hlutdeildarfærsla hafi verið í gegnum hann að undanförnu, en hann viti að nú séu menn að ganga frá síðustu viðskiptum vegna komandi fiskveiðiárs. Hann hafi það þó á tilfinningunni að minna sé um hlutdeildarfærslur en undanfarin ár.

Þá segir Ingvi Þór að nú sé lítil eftirspurn eftir leigukvóta í báðum kerfum, enda sé strandveiðin nú á fullu og ljóst að hún standi fram eftir ágústmánuði og þeir sem eru að veiða eigi í sig. „Þetta er rólegasti tími ársins þangað til eitthvað fer af stað með makrílinn og menn fara að stilla sig af fyrir fiskveiðiáramót,“  segir Ingvi.

Ingvi Þór Georgsson

Nýtt veflægt sjókort

Ingvi Þór hefur ásamt Friðrik Valdimarssyni sett í loftið síðuna Stýrið sem er nýtt veflægt sjókort sem áætlað er að fari formlega í loftið í lok ágúst eða við upphaf nýs fiskveiðiárs. Það stendur til að einblína á sjávarútveg og birta upplýsingar um staðsetningu fiskiskipa af öllum stærðum og gerðum. Hugmyndin varð til í byrjun febrúar á þessu ári og hefur verið hliðarverkefni síðastliðna mánuði. Síðustu helgi fór fyrsta útgáfa af síðunni í loftið í von um að fá inn notendur sem eru tilbúnir til að prófa.

Verkefnið byggir á upplýsingum úr gervihnöttum. „Það er spennandi og skemmtilegt að sjá leiðir til að hagnýta þau til að fylgjast betur með umferð á sjó og vinna nýja lausn í samvinnu við sjómenn og útgerðir. Áhuginn á því að skoða svona síður er mikill erlendis þó það séu ekki tölur um það hér á landi. Tækifærið felst í að búa til notendavæna lausn sem verður vonandi hluti af morgunrútínunni þar sem sjómenn og áhugamenn í landi fá sér morgunkaffið og kíkja hvar skipin sem búa til verðmætin í landinu eru stödd. Einnig sóttum við um styrk hjá Samgöngustofu til að kortleggja og fylgjast með slysaskráningu út á sjó. Ef það tekst til þá verður hægt að birta myndrænt kort af því hvar og hvenær slysin eru að gerast sem gæti aukið forvarnir á sjó og gert skýrslum um sjóslys aðeins hærra undir höfði. Við vonum að vefsíðan veki lukku meðal sjómanna og útgerða og verði sem flestum að gagni,“ sagði Ingvi Þór

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...