-->

Sýna aflað í fjöruferð

Verkefnin sem starfsnemar og sérfræðingar hjá Matís taka sér fyrir hendur eru margvísleg. Í síðustu viku brá Þóra Valsdóttir, verkefnastjóri, sér í fjöruferð ásamt starfsnemunum Romain Canuel og Sabrina Rechtsteiner.

Ástæða þess að farið var í fjöruferð var sú að í verkefninu MINERVA var komið að sýnaöflun. Markmið MINERVA verkefnisins er að gera vannýttum lífauðlindum, í þessu tilfelli lífmassa úr þörungum sem vaxa um alla Evrópu, hærra undir höfði. Það verður gert með því að bæta vinnsluaðferðir og stuðla þannig að minni sóun og þróa nýjar, verðmætar hágæða vörur úr hráefninu.

Sýnaöflunin gekk vel enda um auðugan garð að gresja.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða ...

thumbnail
hover

Fundað um uppsjávarveiðar í London

Þessa dagana standa yfir í London viðræður strandríkja um veiðistjórnun á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Samtímis fa...

thumbnail
hover

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfs...