Tæp 150.000 tonn af kolmunna komin á land

97
Deila:

Hoffell SU er nú aflahæst á kolmunnaveiðum frá áramótum. Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu hefur Hoffellið landað 17.176 tonnum. Næst aflahæsta skipið er Beitir NK með 16.879 tonn.

Heildarafli frá áramótum er 149.010 tonn, en leyfilegur kvóti er 202.121. Því eru óveidd um 53.111 tonn. Alls hafa 16 skip landað kolmunna í ár. Flest skipanna eru nú að búa sig undir makrílvertíð, en vegna þess hve sjórinn hér norðurfrá er enn kaldur kemur makríllinn seinna upp að landinu en í fyrra.

Sex skip önnur en Hoffellið og Beitir hafa landað 10.000 tonnum eða meira. Þau eru Vilhelm Þorsteinsson EA með 12.608 tonn, Víkingur AK með 11.602 tonn, Venus NS með 11.502 tonn, Börkur NK með 11.100, Aðalsteinn Jónsson SU með 10.785 tonn og Jón Kjartansson SU með 10.576 tonn

Deila: