Þetta lítur vel út

218
Deila:

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar í nótt að loknum loðnuleitarleiðangri sem hófst sl. föstudag. Geir Zoëga skipstjóri segir að nú sé búið að senda Hafrannsóknastofnun sýni og önnur gögn úr leiðangrinum og spennandi verði að heyra hvernig þau verði metin. „Eins og ég hef sagt þá lítur þetta vel út. Það var mikið að sjá og loðnan er stór og falleg,“ sagði Geir í samtali ás heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Að sögn Geirs mun Polar Amaroq væntanlega halda til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni annað kvöld. „Við eigum eftir einn kolmunnatúr en að honum loknum værum við svo sannarlega tilbúnir að fara í aðra loðnuleit. Mér finnst bráðskemmtilegt að leita að loðnunni og það er svo spennandi. Sérstaklega er þetta skemmtilegt þegar eitthvað gott kemur út úr þessu eins og ég held að hafi gerst í leitinni núna,“ sagði Geir að lokum.

Deila: