-->

Þorbjörn tekur við nýrri Sturlu

Nýr togbátur, Sturla GK 12 kom til heimahafnar í Grindavík í gær, en Þorbjörn hf. keypti hann frá Vestmannaeyjum. Báturinn hét áður Smáey og þar áður Vestmannaey og var gerður út af Berg-Huginn og síðan Síldarvinnslunni, sem keypti Berg-Huginn á sínum tíma. Báturinn heldur líklega til veiða síðar í sumar. Því ræður gangur Cocid-19 faraldursins og afleiðingar hans á fiskmörkuðum ytra.

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, segir að með þessum kaupum komi inn ný vídd í starfsemi félagsins. Línubátur með sama nafni verður tekinn úr útgerð og þá verður fyrirtækið með línubátana Hrafn og Valdimar í útgerð og þrjá frystitogara, Tómas Þorvaldsson, Hrafn Sveinbjarnarson og Gnúp, auk hinnar nýju Sturlu.  Þá verði hægt að þjóna öðrum kaupendahópi, sem félagið hafi ekki getað sinnt eins  vel og öðrum hingað til.

„Við reiknum með því að þessar breytingar sem verið hafa gerðar á skipaskoti félagsins frá því í fyrra muni hafa áhrif á vinnsluna  í landi. Meðal annars gætum við jafnvel farið út í það að fletja fisk og salta fyrir markaði í Portúgal og á Spáni. Við höfum nær eingöngu verið að flaka og selja fersk eða söltuð flök. Núna bætist það við að við getum farið að fletja líka.“

Gunnar segir að framvindan í sumar markist af því hvort og hvernig markaðir ytra fari að taka við sér. Vonast sé til að Sturla fari á veiðar um  mitt sumar eða síðsumars, en fyrir faraldurinn hafi verið gert ráð fyrir að togarinn færi til veiða í sumarbyrjun. Hann segir að sumarfrí verði tekið og líklega eitthvað í lengra lagi vegna áhrifa faraldursins. Þá nefnir hann að tveir frystitogaranna, Hrafn Sveinbjarnarson og Gnúpur, muni halda á makrílveiðar um leið og hann fari að gefa sig sem gæti verið undir lok júnímánaðar. „Við förum strax á makrílinn og hann lætur sjá sig.“

Systkinin sem eiga Þorbjörn, Gerður Sigríður, Eiríkur og Gunnar.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brim og Samherji áfram með mesta...

Litlar breytingar eru á hvaða aðilar eru í efstu sætunum yfir aflahlutdeild frá því sams konar upplýsingar voru birtar miðaðar vi...

thumbnail
hover

Huginn landar síld í Fuglafirði

Huginn VE landaði 1.000 tonnum af norsk-íslenskri síld í Fuglafirði hjá fyrirtækinu Pelagos. Aflann fékk Huginn austur af landinu in...

thumbnail
hover

Ársfundur Hafró framundan

Ársfundur Hafrannsóknastofnunar Rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, verður haldinn föstudaginn 25. september 2020, Kl. 14...